T1900ex er gríðarlega öflugur útkeyrsluvagn. Hann er 3,85 m á lengd og 1,36 m á breidd.
Hann kemur klár með Honda GX 390 mótor og glussadælu sem fer ofan á fjórhjólið.
Kraninn lyftir 240kg í 3 metrum en 500kg í 1,2 metrum. Vagninn er með robson drifi sem jafnsnýr öllum 4 dekkjunum á vagninum sem gerir það nánast ómögulegt að festa hann.
Hægt er að færa til staðsetningu dekkjanna til að breyta þyngdarpunkti ballestarinnar á vagninum.
Hægt er að fá allskonar aukabúnað með vagninum. t.d. rafstart, vinnuljós, beygju á beisli, spil sem dregur allt að 1.000kg, sturtuvagn, krabba og fleira.