fbpx

Stubbatæting

Stubbatæting

Við bjóðum upp á þann möguleika að tæta niður trjástofna eftir trjáfellingar.

Hvort sem um er að ræða stóra eða litla stubba þá er stubbatæting einfaldasta og besta leiðin til að losna við óæskilega trjástubba.

Kostir við Stubbatætingu

Kostir við Stubbatætingu

Eftir trjáfellingu stendur stofninn eftir upp úr jörðinni. Þegar um aspir er að ræða er nauðsynlegt að drepa þann stofn, svo ekki komi upp rótarskot.

Stubbatæting er líka góð leið til að bæta útlit garðsins, s.s. ef ljótir stofnar standa eftir í annars fallegum beðum. Oft standa þessir stubbar upp úr grasflöt, þar sem þeir eru ekki til prýði og geta auk þess valdið skemmdum á sláttuvélum.

Vélarnar valda mjög litlu eða engu raski á nánasta umhverfi. Eftir að búið er að fræsa niður stubba í grasi er svo auðveldlega hægt að leggja þökur yfir sárið og vandamálið er leyst.

Stubbatæting við

þröngar aðstæður

Stubbatæting við

þröngar aðstæður

Í flestum einkagörðum og á svæðum þar sem pláss er af skornum skammti, notum við minni tætarann okkar.

Minni stubbatætarinn er tiltölulega nett vél, örlítið stærri en venjuleg sláttuvél. Fyrir vikið getum við notað hann í nánast öllum aðstæðum án þess að umhverfið verði fyrir nokkru raski.

Um er að ræða dísel vél með tönnum framan á. Þegar vélin fræsir stubbinn, spýtir hún stærstum hluta efnisins undir sig, sem auðveldar frágang og minnkar líkur á tjóni umhverfis tætarann.

Stubbatæting Á

opnum svæðum

Stubbatæting Á

opnum svæðum

Á opnum svæðum, þar sem er nóg pláss, notum við stærri stubbatætarann okkar sem er gríðarlega öflugur.

Hann vinnur fjórfalt hraðar en minni tætararnir okkar og er auk þess fjarstýrður svo vinnuálagið er margfalt minna. Vélin er á beltum svo lítið sem ekkert rask verður á jarðvegi þar sem hann fer inn á svæðið.

Skógar Mönsari

Skógar Mönsari

Skógar mönsarinn eða “forest mulcher” eins og hann heitir á ensku, spænir niður runna, minni tré og smærri stofna af trjám. Hann tætir stubbana og kurlar efnið niður á staðnum svo óþarfi er að fjarlægja efni.