Grisjun og
trjáfellingar
Grisjun og
trjáfellingar
Skógrækt snýst um meira en bara að gróðursetja tré. Grisjanir og trjáfellingar eru stór hluti af skógrækt og eru nauðsynlegar til að skógræktarsvæði nýtist sem best.
Við höfum mikla reynslu af grisjunum og trjáfellingum, bæði í einkagörðum en einnig á stærri svæðum, s.s. hjá bæjarfélögum og skógræktarsvæðum.
Við höfum sinnt stórum grisjunarverkefnum fyrir flest bæjarfélög höfuðborgarsvæðisins og stærri stofnanir.
Við erum með sérstakan útbúnað og vélar sem henta vel fyrir skógrækt og umhirðu skógræktarsvæða.
