fbpx

Jólaskreytingar

Jólaskreytingar

Fyrir jólin bjóðum við upp á jólaskreytingar fyrir garða og heimili. Auk þess höfum við sérstakar lausnir fyrir stærri fyrirtæki.

Við seljum jólaseríur, setjum þær upp og tökum þær niður sé þess óskað. Auk þess bjóðum við uppá geymslu á jólaseríunum milli ára endurgjaldslaust.

Við skoðum allar pantanir vegna jólaskreytinga þér að kostnaðarlausu. Þá förum við yfir hvaða skreyting hentar hverju verkefni og gerum tilboð.

Fallegar Jólaseríur í heimagarði - Jólaskreytingar
Fallegar Jólaseríur á stóru tré - Jólaskreytingar

System 24 jólaseríur

System 24 jólaseríur

Við jólaskreytingar notum við jólaseríur sem heita System 24. Um er að ræða díóðu jólaseríur sem keyra á mörgum litlum perum sem stirnir á. Jólaseríurnar ganga á 24 volta kerfi og eyða því mjög litlu rafmagni við notkun. 

Einn af stóru kostunum við System 24 jólaseríur er að perurnar í þeim eru verulega höggþolnar og hafa áætlaðan líftíma upp á u.þ.b. 20.000 klukkustundir.

System 24 kerfið býður upp á jólaseríur sem henta bæði í tré, runna, þakskegg og fleira og gefa frá sér mjög fallega og hlýlega lýsingu. Hægt er að fá jólaseríurnar í ýmsum litum.

PFAFF

PFAFF

PFAFF er innflutnings- og söluaðili af öllum jólaseríum sem við seljum og þjónustum.

PFAFF hafa verið leiðandi í sölu jólasería á Íslandi til fjölda ára þegar kemur að gæðum og endingu.

Ef þig vantar jólaskreytingar, þá hefur PFAFF lausnina.