fbpx

Beðahreinsun

Beðahreinsun

Við sinnum beðahreinsun í görðum, hvort heldur sem um er að ræða létta laufhreinsun á haustin og snemma á vorin eða ítarlega hreinsun í garðinum fyrir og um sumarið.

Starfsfólk okkar hefur margra ára reynslu við hreinsun beða og við leggjum mikla áherslu á vönduð og hröð vinnubrögð.

Við beðahreinsun er yfirleitt um 4-6 manna teymi að ræða sem er með öll verkfæri  sem til þarf við að hreinsa garðinn, auk véla sem eru nauðsynlegar í vissum tilfellum. Má þar nefna vélkantskera, orf og mjög öflugan blásara sem flýtir mikið fyrir allri hreinsun og frágangi í lok verks.

Með hverjum beðahreinsunarhóp er verkstjóri sem gætir þess að verkið sé unnið samkvæmt óskum viðskiptavinar.

Við notum stóra og rúmgóða sturtukerru sem auðveldar fjarlægingu og losun á jarðúrgangi sem fellur til eftir hreinsun. Með því spörum við ferðir á losunarstaði og um leið mikinn tíma sem skilar sér beint í minni kostnaði fyrir viðskiptavini okkar.

Við bjóðum einnig upp á að setja áburð í beð eftir beðahreinsun. Áburður hjálpar gróðrinum að dafna og gefur trjám og plöntum næringu.

Áburðargjöf má sinna frá maí og fram í miðjan júlí en eftir þann tíma er almennt best að leyfa gróðrinum að undirbúa sig fyrir veturinn.

Mold, sandur eða

trjákurl í beð

Mold, sandur eða

trjákurl í beð

Við tökum að okkur að bæta jarðvegi í beð þegar þess þarf. Yfirleitt er um að ræða mold eða sand í beð, en við getum einnig útvegað kurl, möl og önnur yfirlagsefni sé þess óskað.

Tilgangurinn með yfirlagsefnum á borð við sand og kurl er helst sá að halda aftur af illgresisvexti. Þessvegna er almennt best að hreinsa beðin vel áður en yfirlagsefnið er sett í beðin, svo virknin verði sem best.

Allt of oft vantar mold í beð í görðum, sem veldur því að plöntur og tré fá ekki næga næringu og þrífast ekki almennilega. Mold er mjög nærringarrík fyrir gróðurinn og það er skynsamlegt að bæta mold í beðin eftir beðahreinsun.

Beðahreinsun og kurl í beð

Senda fyrirspurn