Við tökum að okkur að bæta jarðvegi í beð þegar þess þarf. Yfirleitt er um að ræða mold eða sand í beð, en við getum einnig útvegað kurl, möl og önnur yfirlagsefni sé þess óskað.
Tilgangurinn með yfirlagsefnum á borð við sand og kurl er helst sá að halda aftur af illgresisvexti. Þessvegna er almennt best að hreinsa beðin vel áður en yfirlagsefnið er sett í beðin, svo virknin verði sem best.
Allt of oft vantar mold í beð í görðum, sem veldur því að plöntur og tré fá ekki næga næringu og þrífast ekki almennilega. Mold er mjög nærringarrík fyrir gróðurinn og það er skynsamlegt að bæta mold í beðin eftir beðahreinsun.