Ærslabelgir
ærslabelgir
Ærslabelgir eru framleiddir hjá Blaabjerg í Danmörku, sem var stofnað 1983. Síðan þá hafa mörg þúsund Ærslabelgir verið settir upp, m.a. í Danmörku, Englandi , Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi, Íslandi og fleiri stöðum.
Árið 2006 var fyrsti Ærslabelgurinn settur upp á Íslandi og síðan þá hafa rúmlega 100 Ærslabelgir bæst við.
2021 tóku Hreinir Garðar við rekstri og sölu á Ærslabelgjunum. Hreinir Garðar stefna á að halda áfram að gera Ærslabelgina enn aðgengilegri fyrir alla aldurshópa.
